Milli himins og jarðar - Flugvélar
. 16 Hvernig myndi þér líða í ókyrrð? Ókyrrð og ísing Þó flugvélar fljúgi hátt fyrir ofan veðrið hristast þær stundum. Það kallast ókyrrð. Loftið sem flugvélin flýgur þá í gegnum er á hreyfingu. Þetta geta verið loftstraumar eða hvassir vindar. Í ókyrrð verða sumir farþegar hræddir og jafnvel flugveikir. Það er samt ekkert að óttast þó flugvélin blaki vængjunum eins og fugl. Flugvélar þola mikla ókyrrð. Þær þola líka eldingar og ísingu. Allar stórar flugvélar geta brætt ísinn sem myndast stundum utan á vélinni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=