Milli himins og jarðar - Flugvélar
. 11 Eftir að flugvél lyftist frá jörðinni fer hún hraðar og hraðar og hækkar flugið. Flugmaðurinn togar í handfang og hjólin fara inn í hólf undir flugvélinni. Ef hjólin væru allan tímann niðri myndi það draga úr hraðanum og flugvélin eyddi miklu meira eldsneyti. Farþegaþotur fljúga mjög hratt. Þær þjóta venjulega á 900 kílómetra hraða á klukkustund. Á Íslandi er hámarkshraði bíla 90 kílómetrar á klukkustund. Þotur fara tíu sinnum hraðar! Hvernig á að lenda flugvél? Hraði flugvéla Getur þú nefnt farartæki sem menga ekki? Teikning sem sýnir vegalengd sem bíll og / eða þota fer á klukkustund. 90 kílómetrar á klukkustund. 900 kílómetrar á klukkustund. Þotan fer 10 sinnum hraðar en bíllinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=