Flökkuskinna

96 „Það er ekkert að þakka,“ sagði amma og þaut upp á tíundu hæð. „Nú verðum við að fara inn til Sókratesar,“ sagði Áróra. „Það verður víst svo að vera,“ sagði amma og andvarpaði. Nú hefði hún einmitt miklu heldur viljað vera lyftustjóri en barnfóstra, en við því var ekkert að gera. „Þú verður að taka af þér skóna,“ sagði Áróra þegar þær voru komnar inn. „Ójá, þetta gólf er víst ekki vant svona hörðum stígvélum,“ sagði amma. „Nei, og svo heyra þeir fótatakið sem búa fyrir neðan okkur,“ sagði Áróra. „Hefurðu ekki inniskó með þér?“ „Nei, en það gerir ekkert til, því að ég get vel gengið á sokka- leistunum,“ sagði amma. Hún tók af sér skóna og lét þá í baðherbergið, og svo rápaði hún fram og aftur í gráu togsokkunum sínum og enginn gat heyrt að amma væri þarna. En skórnir voru ekki það eina, sem amma þurfti að losa sig við, því að amma var vel klædd. Húsið heima í skóginum var dálítið óþétt, því að það var gam- alt timburhús, og amma var vön að vera í einni eða tveimur prjónapeysum inni, en hér varð henni of heitt að vera svo mikið klædd. Og jafnvel þó að hún færi úr annarri peysunni, þá varð hún við og við að fara út í svaladyrnar og reka nefið út. „Ertu að gæta að einhverju, amma?“ spurði Áróra. „Nei, nei,“ sagði amma. „Ég næ bara ekki vel andanum hér inni.“ – Amma var ekki vön þessu heita og þurra lofti í blokk X, en það var allt í lagi, ef hún gætti þess að fara við og við út í dyrnar og anda að sér útilofti. Það var reyndar líka önnur ástæða til þess, að hún vildi fara út á svalirnar. Hún var hér á tíundu hæð, og það gat verið gaman að gægjast niður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=