Flökkuskinna

95 6. kafli – ég aldrei gert áður.“ „Ó,“ sagði Áróra, „varstu hrædd í lyftunni? Þá er ekki annað en að fara mörgum sinnum upp og niður. Það gerði ég, og nú þori ég að fara ein.“ „Heldurðu að það dugi?“ sagði amma. „Já,“ sagði Áróra. Þegar Sókrates var sofnaður þennan morgun, átti lyftan í blokk X annríkt. Hún þaut lengi upp og niður með Áróru og ömmu, og hvorug þeirra sneri sér út í horn. Að lokum sagði Áróra: „Nú verður þú að fara einu sinni alein, amma.“ „Nei, það þori ég ekki,“ sagði amma. „Jú, jú,“ sagði Áróra. „Og svo skaltu sækja mig á fimmtu hæð.“ Nú var amma aftur ein í lyftunni, og svolitla stund var hún álíka hrædd og hún hafði verið, þegar hún kom um morguninn. Hún ætlaði að fara að fela sig úti í horni, en þá taldi hún í sig kjark og þrýsti á hnappinn. Fyrst fór hún niður á fyrstu hæð, og svo sótti hún Áróru upp á fimmtu hæð. „Þetta gekk vel,“ sagði Áróra. „Svona duglega ömmu hef ég ekki hitt áður.“ Þegar þær komu upp á tíundu hæð, þá stóðu nokkrir menn þar og biðu eftir lyftunni. „Það var gott, að þið komuð,“ sögðu þeir. „Annars hefðum við víst ekki fengið neina lyftu. Það hefur lengi ekki verið hægt að koma neinu tauti við hana.“ „Þessu trúi ég,“ sagði amma. „Hvert ætlið þið að fara?“ „Við ætlum niður.“ „Ég skal keyra ykkur,“ sagði amma. Mennirnir urðu hissa, en þeir komu sér ekki að því að segja neitt, því að amma stóð þarna stíf eins og herforingi og þrýsti á hnappa, svo að lyftan fór í gang. „Við þökkum þér fyrir,“ sögðu þeir þegar þeir komu niður. Hvernig tókst ömmu að yfirvinna hræðsluna við lyftuna? Hver hjálpaði henni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=