Flökkuskinna

94 staðar á fyrstu hæð. Amma stóð kyrr. Það var rétt eins og fætur hennar vildu ekki hreyfa sig. Þeir vildu alls ekki fara út úr lyftunni, enda þótt að það væri það eina, sem amma vildi ein- mitt núna. En konunni, sem hafði farið með lyftunni niður, fannst þetta einkennilegt að amma stóð bara kyrr úti í horni, svo að hún stakk höfðinu inn aftur og sagði: „Þú ert þó ekki veik?“ „Nei, nei,“ sagði amma, „en ég þori ekki að ferðast í lyftu, og svo hefur þessi læknisdurgur í Brattholti sagt, að ég eigi ekki að hlaupa upp stiga, og nú á ég að fara alla leið upp á tíundu hæð.“ „Ég fer auðvitað með þér upp,“ sagði konan. „Bíddu á með- an,“ sagði hún við manninn. „Ég kem fljótt aftur.“ Hún fór með ömmu alla leið upp á tíundu hæð, og amma þakkaði henni með handabandi eins vel og hún gat. „Þetta var fallega gert af þér,“ sagði hún. Svo gekk hún út úr lyftunni, og nú voru fæturnir hennar aftur farnir að hlýða og fóru þangað, sem amma vildi fara. Áróra var á verði frammi í langa ganginum. Pabbi hafði sagt henni að taka á móti ömmu því að hún vissi kannski ekki að hvaða dyrum hún ætti að koma. „Ég er hérna,“ sagði Áróra, „og nú verðum við að koma til pabba.“ Pabbi var kominn í frakkann og farinn að bíða. „Gott, amma,“ sagði hann. „Áróra veit hvar hóstasaftin er, ef Sókrates skyldi þurfa hennar með. Annars skaltu bara spyrja Áróru, því að nú verð ég að fara.“ Þegar pabbi var farinn settist amma á eldhúskoll. „Þú ert þó víst ekki veik, amma?“ sagði Áróra. „Nei, nei,“ sagði amma, „en ég var alveg dauðhrædd.“ „Var einhver vondur við þig?“ spurði Áróra óttaslegin. „Nei,“ sagði amma, „en ég fór í þessari lyftu, og það hef

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=