Flökkuskinna

93 6. kafli – „Nei, hún er búin að fara oft upp og niður,“ sagði amma. „Jæja, þarna kemur hún,“ sagði konan. „Þú ert búin að bíða, gjörðu svo vel og gakktu inn fyrst.“ „Ónei,“ sagði amma. „Það geri ég ekki …“ „Jú, það er sjálfsagt,“ sagði konan og ýtti ömmu inn. Hún kom sjálf inn á eftir og sagði: „Hvaða hæð?“ „Tíundu,“ sagði amma, „en það er ekki svo nauðsynlegt, ég get gjarnan farið út aftur, svo þú getur farið ein upp.“ „Nei, nei,“ sagði konan, „það stendur vel á því, ég fer á átt- undu hæð.“ Hún þrýsti á hnapp sem talan átta stóð við, og lyftan lagði af stað. Amma stóð úti í horni og sneri sér út að vegg og faldi andlitið í höndum sér. „Þú ert þó víst ekki veik?“ sagði konan. „Nei, nei,“ sagði amma og hristi höfuðið. „En ég er óvön að fara í lyftu.“ „Það gengur ágætlega,“ sagði konan. „Það er bara að þrýsta á viðeigandi hnapp. Ef þú ætlar á tíundu hæð, þá þrýstir þú á töluna tíu.“ Nú nam lyftan staðar og konan fór út á áttundu hæð eins og hún hafði ætlað sér, en amma stóð alein eftir. Amma þorði ekki fyrir sitt líf að hreyfa sig. Ef hún legði af stað yfir lyftugólfið í áttina að hnöppunum, þá mundi lyftan auðvitað detta beint niður. Nú stóð hún þó uppi á áttundu hæð. Það var hátt uppi og langt að detta niður. Í hvaða ógöngur var hún eiginlega búin að koma sér? Amma stóð kyrr úti í horni, en hún hafði ekki staðið þar lengi, þegar dyrnar opnuðust og kona og karlmaður komu inn. Þau kinkuðu kolli til ömmu og þrýstu á hnapp, og þá þaut lyftan niður. „Þessu bjóst ég við,“ sagði amma við sjálfa sig. „Nú dettum við niður.“ Nei, ónei, lyftan seig bara hægt og gætilega niður og nam Af hverju ætli amma sé svona hrædd? ógöngur: vandræði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=