Flökkuskinna

92 Áróru beið auðvitað eftir henni. Hún hefði átt að segja, að hún skyldi bíða hérna niðri, en hún hafði ekkert hugsað út í það þegar hún var að tala í símann. Amma nálgaðist lyftudyrnar hvað eftir annað, og einu sinni komst hún svo langt, að hún opnaði þær, en hún þorði ekki að fara inn. Að hugsa sér ef lyftan færi af stað með hana, án þess að hún hefði með sér báða fæturna. Amma tók langt skref til baka, og nú heyrðist smellur inni í lyftunni, og hún þaut upp, án þess að amma færi með henni. Að stundarkorni liðnu kom lyftan niður aftur með marga menn, sem voru að fara í vinnu. Lyftan fór aftur upp, en amma stóð eftir. Loksins kom kona inn um útidyrnar. Hún gekk beint að lyftunni og studdi á hnappinn. Hún var óþolinmóð. „Þarf maður að bíða lengi eftir lyftunni í dag?“ spurði hún. „Ég er nefnilega orðin of sein.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=