Flökkuskinna

91 6. kafli – og meira að segja mátti hún leika sér við Stuttfót, því að þegar Matti var farinn að ganga í skóla, fannst Stuttfæti allt of hljótt fyrri hluta dagsins. Næsta ömmudag var Sókrates búinn að fá kvef, og pabbi varð að fara í rauða símaklefann í Brattholti og hringja til hússins í skóginum. Til allrar hamingju var síminn í lagi, og pabbi sagði, að Sókrates mætti ekki fara út í dag. „Ég kem undir eins,“ sagði amma. „Það er gott,“ sagði pabbi. „Ég þarf ekki að fara alveg strax. Ef þú getur komið eftir stutta stund, þá get ég talað við þig áður en ég fer.“ Jú, amma tók vel í það. Hún bjó sig til ferðar og lagði af stað. „Það er ekki svo afleitt að fara aftur út að vinna,“ sagði hún við sjálfa sig. Auðvitað vann hún mikið heima hjá mömmu og pabba og börnunum átta en að fara svona út úr húsinu og vinna annars staðar, það hafði hún ekki gert síðan hún var fjósakona, og það voru mörg ár síðan. Á leiðinni í gegnum skóginn var hún örugg og í góðu skapi. Hún þekkti hvert tré, sem hún gekk fram hjá, en þegar hún var komin út úr skóginum og hafði gengið fram hjá búðinni og nálgaðist blokkirnar í Týtuberja- götu, leist henni ekki meira en svo á blikuna. „Nú jæja,“ sagði hún við sjálfa sig. „Þetta er ekkert hræðilegt.“ Hún hraðaði sér sem mest hún mátti að blokk X. En þegar hún kom þar inn í forstofuna, nam hún staðar og leit í kringum sig. Hérna var lyfta og þarna var stigi. Áróra og Sókrates áttu heima á tíundu hæð, og þó að amma væri spræk, þá varð hún samt móð ef hún gekk upp marga stiga. Hún var ekki vön að um- gangast lyftur. Satt að segja hafði hún aldrei farið í lyftu. Lengi stóð hún og horfði á lyftudyrnar. Þegar minnst varði, kom ein- hver út úr henni, því það þurftu víst margir að fara út úr blokk- inni. Bara að það kæmi nú einhver, sem þyrfti að fara inn. Pabbi Af hverju ætli pabbinn hafi þurft að fara í símaklefa til að hringja? Hvernig leið ömmunni? ekki svo afleitt: ekki svo slæmt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=