Flökkuskinna
90 Amma í blokk Það var fimmtudagur í dag, en hjá Áróru hét hann ekki lengur fimmtudagur heldur ömmudagur. Fyrsta ömmudaginn gekk allt vel, því að veðrið var indælt, og pabbi dró bæði Áróru og Sókrates á sleðanum alla leið að skóginum áður en hann fór til borgarinnar. Sókrates fékk að valsa um túnið, og Áróra fékk að sjá litla kálfinn hennar Rósalindar. En hún varð að lofa ömmu því, að tala álíka mikið við Litlatudda. „Hann var orðinn vanur því að vera einkabarn,“ sagði amma, „og þá er það ekki svo þægilegt að eignast allt í einu systur.“ Áróru fannst Litlituddi hafa stækkað frá því að hún sá hann síðast, en amma sagði, að hann væri alveg eins og lítill ungi, og þá varð Áróra að trúa því. Hún fékk leyfi til að gefa hænunum Textinn hér á eftir er úr bókinni Áróra og Sókrates eftir Anne- Cath Vestly. Áróra og Sókrates eru systkini sem búa í blokk X í borginni. Amma býr í gömlu húsi úti í skógi ásamt hundinum Stuttfæti, kúnni Rósalind, kálfinum Litlatudda og átta stálpuðum börnum og foreldrum þeirra. Hún passar stundum Áróru og Sókrates á meðan foreldrar þeirra eru í vinnunni. að valsa um: að leika lausum hala
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=