Flökkuskinna

88 Staldraðu við … Rímað ljóð getur verið á ýmsa vegu. Þegar rímorðin standa í enda ljóðlínu þá heitir það endarím. Skoðaðu endarím í nokkrum ljóðum í Ljóðsporum eða annarri ljóðabók. • Þegar allar línurnar ríma er það kallað runurím. • Stundum ríma fyrsta og önnur lína og síðan þriðja og fjórða lína, það er líka kallað runurím eins og er í ljóðinu um Lagarfljótsorminn. • Í öðrum tilfellum ríma fyrsta og þriðja lína og önnur og fjórða lína, það er kallað víxlrím. • Til eru fleiri útgáfur af endarími og línufjöldi er oft misjafn. 1. Skiptið erindunum á milli allra í bekknum og æfið upplestur. 2. Veldu þér þrjú erindi úr kvæðinu um Lagarfljótsorminn og skrifaðu þau niður. 3. Strikaðu undir orðin sem ríma. 4. Gerðu hring utan um ljóðstafina, þ.e. stuðla og höfuðstafi. 5. Búðu til sögu út frá kvæðinu. 6. Veldu eitt af uppáhaldslögunum þínum með íslenskum texta. • Skoðaðu textann vel. • Strikaðu undir rímið með mismunandi litum. • Gerðu hring utan um ljóðstafina, þ.e. stuðla og höfuðstafi, ef það eru ljóðstafir í textanum. • Segðu í stuttu máli um hvað textinn fjallar. 7. Hvar er Lagarfljót? Flettu því upp í kortabók eða á vefnum. 8 . Veldu þér eina kynjaskepnu og finndu ítarlegar upplýsingar um hana. Skrifaðu söguljóð um hana í líkingu við kvæðið um Lagarfljóts- orminn. Þú getur valið að hafa ljóðið þitt: • rímað eða órímað • mörg erindi eða eitt langt erindi • stuttar eða langar línur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=