Flökkuskinna

7 1. kafli – þegar þær áttu enga peninga. Þess vegna var búðin hans alltaf jafn lítil. Tóta vissi – og allir vissu – að hann var orðinn leiður á að eiga svona litla og gamla búð, og þess vegna fékk hann sér alltaf brennivínssopa úr flösku, sem hann geymdi í herbergi inn af búðinni. Ég ætla að fá eitt og hálft kíló af kindakjöti, sagði Tóta. Og eina litla dós af sveppum. Kaupmaðurinn horfði hissa á Tótu. Þau voru nú ekki alltaf að kaupa sveppi, þessi listamaður og konan hans. Hvernig átti það líka að vera, þegar maðurinn vann ekki neitt. Hengslaðist bara um með hárið niður á herðar. Það er aldeilis, sagði hann. Stendur eitthvað til? Já, mamma á afmæli, sagði Tóta. Kaupmaðurinn pakkaði kjötinu inn og fann sveppadósina. Nokkuð fleira? sagði hann. Nei, takk, sagði Tóta. Hvað kostar það? Hún fann hvernig hjartað hoppaði undir peysunni. Bara að peningarnir dygðu nú. Kaupmaðurinn nefndi verðið. Tóta dró upp umslagið og fór að telja. Fáðu mér bara peningana, væna, sagði kaupmaðurinn. Tóta leit upp. Ég get alveg talið sjálf, sagði hún. Fáðu þér bara sopa á meðan, bætti hún vingjarnlega við. Kaupmaðurinn starði á barnið. Hvernig í fjandanum vissi stel- puskömmin að hann … Það var líklega rétt, þessi krakki var eitthvað undarlegur. Honum varð svo mikið um þetta að hann fór inn í bakherbergið. Þegar hann kom fram aftur, var Tóta búin að telja. Það vantar tuttugu og sjö krónur, sagði hún og horfði vand- ræðaleg á kaupmanninn. Kaupmaðurinn var líka vandræðalegur. Honum fannst hann vera gegnsær eins og flaskan í bakherberginu. Af hverju ætli Tótu og bræðrum hennar sé svona mikið í mun að spara pening? að hengslast: drattast, fara sér hægt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=