Flökkuskinna

87 5. kafli – Ragnar Ingi Aðalsteinsson 18. Allt í tómu tjóni var, til að bjarga málum þar fengnir voru Finnar tveir, – fagmenn góðir voru þeir. 19. Óttalausir á að sjá út að fljóti gengu þá: „Orminn þann við sigrum senn,“ sögðu þessir galdramenn. 20. Eftir hark og úfinn slag, óp og læti heilan dag þeir við botninn bundu hann. Byggðin gladdist daginn þann. 21. Liggur þvert um Lagarfljót, leðja, sandur, aur og grjót um hann lykja eins og krans, ekki mjúk er sængin hans. 22. Sannleikskorn að sönnu hér sagan á að færa þér: Gakktu æ með gát þinn veg – gróðafíkn er hættuleg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=