Flökkuskinna

86 13. Brátt um sveitir frétt þó flaug, fannst það engum glens né spaug; ýmsir höfðu orminn séð ógnvænlegu fasi með. 12. Hrædd og svekkt hún hljóp við fót og henti öllu í Lagarfljót, forðaði sér svo aftur inn. Allt var kyrrt og rótt um sinn. 14. „Lyngormurinn lifir enn í Lagarfljóti,“ sögðu menn. „Hann til skaða orðinn er ógnar langur, stór og sver.“ 15. Ferleg ormsins ásýnd var, ótal skein í tennur þar. Illskuþrungin augu hans ótta vöktu sérhvers manns. 16. Í hans gini eldur brann er auðlegð sína varði hann, út um bakka eitri spjó, ýldi, veltist, beit og sló. 17. Nú á höndum vandi var, voði, tjón og hörmungar. Ormsins hristist úfið fax. – Eitthvað varð að gera strax.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=