Flökkuskinna

84 Lagarfljótsormurinn 1. Lagarfljóts á botni býr býsna skrýtið villidýr. Það er saga að segja frá: Sittu kyrr og hlýddu á. 4. Móðir hennar klár og kæn, kona bæði ljúf og væn, dóttur sinni gjöf þar gaf, gull sem skein og lýsti af. 5. Mærin unga ljúf í lund lék með gullið hverja stund. Ofursæl og björt á brún með blik í augum spurði hún: 2. Á einum bænum út við fljót átti heima lítil snót. Hún af öðrum börnum bar, bæði stillt og prúð hún var. 3. Stúlkan sú er segir frá sínu fólki undi hjá. Fædd á bæ í Fellum var; foreldrarnir bjuggu þar. 6. „Góða mamma, gjöfin þín, gullið sem svo fagurt skín; get ég ekki aukið það á einhvern hátt og margfaldað?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=