Flökkuskinna

83 5. kafli – 1. Hvers vegna var haft samband við lögregluna þegar maðurinn fannst? 2. Hvað myndir þú gera ef þú fyndir gamlan hlut sem þú teldir verðmætan eða áhugaverðan? 3. Vinnið saman í pörum eða litlum hópum. Notið upplýsingarnar í textanum um Tollundmanninn og gerið hugtakakort. Þegar hugtakakortið ykkar er skoðað á lesandinn að fá mikilvæga vitneskju um Tollundmanninn þó textinn sé ekki í samfelldu máli. 4. Lestu greinina vel yfir. Veldu atriði úr textanum sem þér finnst skipta mestu máli. • Raðaðu þeim í tímaröð. • Skráðu þessi atriði á tímalínu eftir leiðbeiningum kennara. Til frekari fróðleiks getið þið leitað ykkur upplýsinga um Tollundmanninn á netinu. Staldraðu við … Mörg vel varðveitt lík hafa fundist í mómýrum í Danmörku en Toll- undmaðurinn er þekktastur þeirra. Ástæða þess að líkin varðveitast svona vel er efnasamsetning mýrarinnar en mómýrin er vatnsósa og jarðvegurinn súrefnislaus þannig að hlutir rotna mjög hægt. Mómýrar eru algengar í köldu röku loftslagi og þekja stór svæði á Norðurlöndum. Úr mómýrunum var unninn mýrarauði sem notaður var til að búa til sverð og herklæði á tímum víkinga. Mýra- rauðinn litar líkin sem hafa varðveist í mómýrunum og því eru þau mjög dökk á lit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=