Flökkuskinna

81 5. kafli – Appelsínugulu fiðrildin Einu sinni var maður með græn augu og þegar hann talaði fylltist loftið af appelsínugulum fiðrildum sem flögruðu inní fólk og spunnu silkiþráð og áður en fólk vissi af var það búið að segja eitthvað sem það ætlaði sér allsekki að segja en hafði alltaf dreymt um að geta sagt útí bláinn og að lúðrasveit spilaði undir á meðan. Elísabet Jökulsdóttir 1. Hvað sagði fólkið út í bláinn? Skrifið niður orð eða setningar sem fólkið gæti hafa sagt. 2. Notið það sem þið skrifuðuð niður í stuttan leikþátt þar sem þið notið spuna. Það sem er spennandi við spuna er að ekki er allt ákveðið fyrir- fram. Gott er að hafa sumt ákveðið eins og t.d. einhver orð og setningar og jafnvel persónur. Það er mikilvægt að ákveða upp- haf og endi áður en byrjað er. Sniðugt væri að nota hljóð með og jafnvel hljóðfæri s.s. hristur, tréspil, bjöllur sem til eru í skólanum eða sem þið getið búið til. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=