Flökkuskinna

80 1. Veltið því fyrir ykkur hvernig sögurnar af furðudýrunum hafi orðið til. Ræðið í litlum hópum. Hvernig haldið þið að fólkinu hafi liðið sem sá þessi furðudýr? Hvernig hefðuð þið brugðist við? Segið frá í bekknum. 2. Hvaða furðulegu fyrirbæri eða kynjaskepnur þekkið þið eða hafið heyrt um? 3. Vinnið saman í hópum og búið til kynjaskepnu sem aldrei hefur áður sést. Lýsið henni vel: útliti, búsvæði, fæðu, hegðun o.s.frv. Teiknið mynd af henni. Gefið henni nafn og gerið kross- glímu um eiginleika hennar. Segið sögu hennar, t.d. hvar og hvernig hún uppgötvaðist. 4. Frétt í dagblaði. Veldu eina kynjaskepnuna eða furðudýr sem þú hefur lesið um. Þú ætlar að gerast blaðamaður og skrifa áhugaverða blaðagrein um hana. Hafðu í huga spurnarorðin: Hvað? Hver? Hvar? Hvers vegna? Hvernig? Hvenær? Staldraðu við … Grunnvatnsmarfló , Crymostygius thing- vallensis , er ein af tveimur tegundum grunnvatnsmarflóa sem fundust nýlega á Íslandi og lifa þær eingöngu hér á landi. Flærnar hafa lifað í grunnvatni Íslands allt frá því að landið myndaðist. Grunnvatnsmarflærnar lifa í myrkri og því hafa þær tapað sjóninni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=