Flökkuskinna

78 Hafgúfa Í gamla daga á einhver að hafa sagt að ef menn gætu kafað í hafdjúpin og skoðað allt sem þar væri að sjá þá myndu þeir aldrei þora að fara á sjó og láta sér nægja að vera á landi. Ein af ástæðum þess var hafgúfan sem er talin mest allra sæskrímsla, áttarma kolkrabbi og gríðar- lega stór. Ekki hafa margir séð hana enda kemur hún sjaldan inn á grunnslóð við strendur landa. Sjálf er hún á stærð við land sem rís úr sjó og er talið að jafnvel séu aðeins tvö dýr til í öllum heiminum. Hún eignast ekki afkvæmi en hefur verið til frá upphafi og verði svo áfram allt til enda. Þessar upplýsingar eru frá 13. öld úr Konungsskuggsjá, þar segir ennfremur að hún éti óhemju mikið og er nákvæm lýsing á því: Hafgúfan gefur frá sér mikinn ropa og honum fylgir uppgangur með lyktarsterku æti. […] Þetta dregur að alls kyns sjávarlífverur, litlar og stærri, sem velkjast alsælar um í þessu lostæti. Ferlíkið bíður hins vegar með opið ginið og það hlið er eins og mikið sund eða fjörður og bráðin á þar af leiðandi erfitt með að varast hættuna. Á réttu augnabliki er munninum svo lokað og öllu kyngt. (Úr bókinni Íslenskar kynjaskepnur ) Önnur heiti yfir hafgúfu: • hafgufa • hafsvelgur • hrytur Á 19. öld færist hafgúfu- heitið yfir á annað fyrirbæri sem er eins og kona ofan mittis, fögur og syngur einstaklega fallega og hljóðið virkar á áheyrendur þannig að þeir sofna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=