Flökkuskinna
6 Tóta keypti í matinn á heimleiðinni Tóta var léttfætt, þegar hún trítlaði heim á leið. Hún ætlaði að kaupa kjötið í leiðinni. Bara að peningarnir dygðu nú. Systkinin höfðu öll sparað saman af vikupeningunum í þrjár vikur og það varð að duga. Halli og Pétur höfðu engin Andrés- blöð keypt síðustu vikur, því að þau voru svo dýr. En Tóta vissi svolítið sem enginn annar vissi. Þeir höfðu tekið Andrésblöð í búð niðri í bæ án þess að borga. Eiginlega stol … Nei, Tóta gat ekki hugsað orðið til enda. Og þó, jú þeir höfðu eiginlega barasta stolið þeim. Tótu fannst þetta alveg voðalegt, en það var svo skrýtið að hún hafði ætlað að skoða þessi sto … stolnu, en þá fannst henni eins og fingurnir á henni yrðu sjóðheitir, svo að hún hætti því. Æi, hún mátti ekki vera að hugsa um þetta núna. Halli og Pétur höfðu þó alla vega sparað peningana sína vegna mömmu. Þau versluðu alltaf í lítilli búð í götunni. Kaupmaðurinn var orðinn gamall og hafði átt þessa búð voða lengi. Allar konurnar í götunni þekktu hann og hann skrifaði stundum hjá þeim, Sagan Í afahúsi eftir Guðrúnu Helga- dóttur segir frá Tótu, átta ára gamalli stelpu sem býr í húsi afa síns og ömmu ásamt foreldrum sínum og systkinum. Ævintýri Tótu eru mörg og margvísleg en það er sama hverju Tóta lendir í, hún á ráð undir rifi hverju. Hér á eftir er brot úr þessari skemmtilegu sögu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=