Flökkuskinna

77 5. kafli – Önnur lýsing er til næstum hundrað árum síðar eða árið 1934 frá manni sem staddur var á Búlands- höfða á Snæfellsnesi. Hann horfði út um gluggann og lýsti því sem hann sá: ,,Skepnan var rétt neðan undan stofuglugganum svo birtan frá glugganum féll á hana. Hún stóð þá upp svo við sáum greinilega alla lögun á henni. Hún var svört eða mjög dökk, loðin og lubbaleg, stutt og digur og engin rófa eða hali; segja má að hún hafi verið kassalöguð á skrokkinn. Hálsinn var mjög stuttur, hausinn lítill og hnöttóttur og eins og kýttur við búkinn. Niður úr lubbanum voru fjórir loðnir fætur og ekki hærri en sem svarar þverhönd. Þegar hún hreyfði sig til var göngulagið eða fótaburð- urinn ólíkur því sem er hjá landskepnum. Hún bar báða framfætur fram í einu, eins og hún valhoppaði, og þannig vafraði hún frá glugganum nokkuð niður í túnið og lagðist þar aftur.“ Til eru heimildir þar sem því er haldið fram að húð fjörulalla sé þakin skeljum og að þess vegna skrjáfi í honum. Sumir telja þetta vera hættulega afbrigðið af dýrinu. Og er haft eftir konu í Vestur-Ísafjarðarsýslu árið 1922 að fjörulallafrásagnir hafi verið hryllingur og þeir hafi mikið verið á ferðinni meðfram sjó í myrkri. Alla jafna var fjörulallinn ekki talinn hættu- legur mönnum þó var óléttum konum ráðlagt að fara varlega meðfram sjónum ef grunur lék á að hann væri á vappi, því návist hans gat skaðað fóstrið. Átti hann það einnig til að nudda sér utan í menn og ýta þeim út í sjó. Auðvelt var að komast undan honum þar sem hann var ekki snar í hreyfingum. Önnur nöfn á fjörulalla eru skeljalabbi, skeljalalli, fjörulabbi, fjörudýr og hugsanlega eru rauðkálfur og sæúlfur einnig fjörulallar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=