Flökkuskinna

76 Fjörulalli Fjörulalli finnst við strendur landsins aðallega á Breiðafirði og Vestfjörðum en ekki við suðurströnd- ina. Í fornum ritum er sjaldan sagt frá honum þótt hann hafi talist með algengustu sjóskrímslum. Var það vegna þess að hann var ekki talinn ýkja hættu- legur og var nánast eins og eitt af heimilisdýrunum. Aftur á móti þurfti að passa vel að hann kæmi ekki nálægt ánum í fjörubeit því hann átti til að slíta undan þeim júgrin. Einnig eignaðist hann stundum lömb með ánum og urðu þau yfirleitt vansköpuð og líktust honum í sjón. Lalli eins og hann var líka kallaður fór á stjá þegar dimmdi, á undan ill- viðrum og óttaðist ekki tungls- ljósið. Nokkrar lýsingar eru til af dýrinu m.a. ein frá unglingi sem haustið 1851 sá kvikindi á skeri á Breiðafirði. ,,Það var á stærð líkt og meðalstór hundur en öllu digurra, lágfætt og lubbalegt með rófu líkt og kind.“ Að- spurður sagðist hann ekki hafa getað greint hvort út úr haus þess stóðu eyru eða lítil horn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=