Flökkuskinna

75 5. kafli – næstu aldirnar. Þá eiga sjónarvottar að hafa séð hann skjóta mörgum kryppum upp úr yfirborðinu og voru 25 metrar á milli þeirra. Árið 1590 komst ormurinn á viðurkennt landakort sem alltaf er kennt við Guðbrand Þorláksson biskup en talið er að hann hafi teiknað það. Kortið getið þið séð í upphafi kaflans. Við kortið er texti á latínu sem á íslensku segir: ,,Í þessu vatni er gríðarstórt skrímsli, hættu- legt íbúunum, birtist þegar afdrifaríkir atburðir gerast.“ Á 17. öld sást til ormsins fjórtán sinnum hið minnsta samkvæmt heimildum og enn þann dag í dag berast sögur af fólki sem hefur séð til hans. Erfitt er að segja hvaða fyrirbæri vatnaormar eru en sumir álíta að um fornaldareðlur sé að ræða þó vísinda- menn telji þær útdauðar. Aðrir hallast að því að ormarnir séu dulræn fyrirbæri. Fyrr á öldum settu menn samhengi á milli þess að vatnaormar birtust og afdrifaríkir atburðir gerðust hvort sem væri innanlands eða úti í heimi. Á nokkrum öðrum stöðum á landinu eru svipaðir vatnaormar en allir hafa þó sín auðkenni: í Skorradalsvatni í Borgarfirði (náði yfir allt vatnið og spúir eitri) í Kleifarvatni á Reykjanesskaga (svartur á litinn) í Hvítá í Borgarfirði (risavaxinn) í Hvítá í Árnessýslu (skræpóttur og ógnarstór) í Hvalvatni á Botnsheiði (röndóttur, með höfuð líkt og á ketti) í Skaftá í Vestur-Skaftafellssýslu (gráleitur á kvið og svartur á baki)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=