Flökkuskinna

72 Staldraðu við … Skáld-pabbi Þegar kvöldar fer pabbi út að veiða ljóð. Vopnaður brúnni, örsmárri skrifbók og þremur kúlupennum hverfur hann sjónum okkar og leysist upp í appelsínurautt sólarlagið. Vonandi verður hann heppinn núna og kemur heim með mörg og bústin ljóð, tryggilega fest á pappírinn … Já, vonandi ekki eins og einu sinni þegar veiðihugurinn gerði hann svo trylltan að hann orti sig í fótinn – þótt sá fótur yrði reyndar söluhæsti fóturinn þau jólin. Ísak Harðarson 1. Við hvern er pabbanum líkt? 2. Skáldið fær orðatiltæki að láni og breytir því þegar hann segir að pabbinn hafi ort sig í fótinn. Hvernig haldið þið að upprunalega orðatiltækið hljómi og hvað merkir það? 3. Hvað haldið þið að hafi komið fyrir pabbann þegar hann orti sig í fótinn? 4. Túlkaðu innihald ljóðsins í mynd eða myndasögu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=