Flökkuskinna

71 4. kafli – Staldraðu við … 1. Hvað haldið þið að sé í list Samúels sem fær fólk til að segja að verkin hans séu barnsleg? 2. Hvað er listaverk að ykkar mati? • Hvað gerir verk að list? • Hver ákveður hvað er list og hvað er ekki list? 3. Fæðingarstaðir eða heimili listamanna hafa oft verið gerð að söfnum. Skipuleggið skólaferðalag þar sem þið heimsækið safn eða skoðið listaverk. • Gerið lista yfir það sem þarf að hafa í huga. • Skráið spurningar sem þarf að leita svara við. • Finnið allar nauðsynlegar upplýsingar áður en lagt er af stað. • Finnið einnig upplýsingar um staði á leiðinni sem þið hafið áhuga á að skoða. Naívismi eða naív list vísar oftast til verka listamanna sem ekki hafa fengið hefðbundna mynd- listarmenntun. Listamennirnir fylgja frekar eigin tilfinningu og sannfæringu en hefðbundnum listrænum stíl eða aðferðum. Verkin eru oft eins og barn hafi gert þau og þau einkennast af barnslegri einlægni sem er jafn- framt þeirra mesti kostur. Verk eftir Samúel Jónsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=