Flökkuskinna

70 S amúel Jónsson fæddist árið 1884. Hann var bóndi í Brautarholti í Selárdal í Arnar- firði á Vestfjörðum. Hann hefur verið nefndur „listamaðurinn með barns- hjartað“, kannski vegna þess að verk hans eru einlæg og minna ummargt á verk barna. Samúel var ekki lærður í myndlist og verk hans tilheyra naívisma. Þegar Samúel fór á eftirlaun bjó hann áfram í Selárdal, hann hafði ekki tækifæri til að ferðast þó hann e.t.v. langaði til þess. Í staðinn gerði hann lík- ön af merkilegum byggingum frá fjarlægum löndum og hafði þau í kringum sig. Eitt líkanið var af Péturskirkjunni í Róm, annað af indversku hofi og síðan steypti hann upp eftir- mynd af frægum gosbrunni úr Ljónagarðinum sem er við Alhambrahöllina á Suður- Spáni. Það má segja að þann- ig hafi hann ferðast með því að skapa hluta af útlöndum í sveitinni sinni. Hann bjó einn- ig til styttur meðal annars af Leifi heppna og af dýrum svo sem selum, ljónum, sæhesti og önd með unga sína á bakinu. Á veturna málaði hann mynd- ir og bjó til ramma utan um þær. Til að geyma öll verkin sín reisti hann einn síns liðs heila safnbyggingu. Einu sinni málaði hann altaristöflu fyrir kirkjuna í sveitinni en þegar til kom vildi sóknin nota aðra altaristöflu og þá gerði Samúel sér lítið fyrir og byggði sína eigin kirkju yfir altaristöfluna sína. Hann lést árið 1969. Listamaðurinn með barnshjartað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=