Flökkuskinna

68 Louisa Matthíasdóttir Þegar Louisa Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík árið 1917 var ekki sjálf- sagt að stelpur menntuðu sig, hvað þá að þær yrðu listamenn. Louisa var byrjuð að teikna löngu fyrir fermingu og foreldrar hennar studdu hana í því að læra að teikna og mála sem hefur örugglega þótt óvenjulegt. Hún ólst upp í húsinu Höfða í Reykjavík en fluttist sautján ára til Dan- merkur til að mennta sig. Þar lærði hún auglýsingateiknun, þannig gat hún unnið við það sem henni þótti skemmtilegast að gera. Á þessum tíma var það ekki algengt að listamenn gætu lifað af list sinni. Síðar lærði hún í París og loks í New York en þangað flutti hún árið 1942 og bjó þar til æviloka. Það er fátt líkt með landslaginu í bandarískri stórborg og íslenskri náttúru en Louisa sótti sér þó oft myndefni í íslenskt landslag og málaði íslensk fjöll og kindur og hesta. Louisa Matthíasdóttir er af mörgum talin einn fremsti listmálari 20. aldar. Hún lést árið 2000.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=