Flökkuskinna
67 4. kafli – Staldraðu við … 1. Finnið verk í umhverfi ykkar (eða á netinu) sem flokkast undir graffití. Takið mynd eða gerið skissu. Reynið að finna verk sem þið haldið að séu lögleg og einnig verk sem þið haldið að séu ólögleg. 2. Berið saman við verk sem aðrir í nemendahópnum fundu. 3. Ræðið saman, um hvort skýr skil séu á milli löglegra og ólöglegra verka. 4. Ímyndaðu þér að þú fengir frjálsar hendur við að gera veggjamynd. Teiknaðu eða skrifaðu. Hvernig liti hún út? Hvar yrði hún staðsett? 1. Gömul þjóðtrú segir að ef maður gangi undir regnboga og óski sér þá rætist óskin. Heldur þú að þetta sé satt? Hvers myndir þú óska þér? 2. Skrifaðu stutta frásögn þar sem óskir og regnbogi koma við sögu. Hver er sá veggur, víður og hár, vænum settur röndum, gulur, rauður, grænn og blár, gerður af meistara höndum? (höf. ók.) Staldraðu við …
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=