Flökkuskinna
66 H afa ekki allir séð setn- ingar eða stórar myndir sem hafa verið skrifaðar og málaðar á veggi á almanna- færi af ónefndu fólki? Svoleiðis er oft kallað graffití, orð sem á rætur í grísku og þýðir rista eða skrifa, en margir kalla þetta líka veggjakrot. Þessar veggja- skreytingar eru af ýmsum toga, stundum skrifa menn nafnið sitt eða setningu sem lýsir skoð- un á einhverju málefni en oft er líka um að ræða stór verk sem máluð eru með úðabrúsamáln- ingu. Graffitímálun er stundum iðkuð að næturlagi vegna þess að hún er gerð í leyfisleysi en þá skipuleggja veggjamálarar oft vinnubrögð sín vandlega. Svo eru líka til veggjamál- verk sem hafa verið gerð með leyfi þess sem ræður yfir hús- veggnum eða því sem málað er á. Veggjamálararnir hafa oft boðskap fram að færa, þeir eru að auglýsa sjálfa sig og sýna list- ræna hæfileika, marga langar að skapa stórbrotin verk og öðlast aðdáun og athygli. Fólk hefur ólíkar skoðanir á veggja- málverkum. Sumum finnst þau skemmdarverk á meðan aðrir dást að þeim, sumir vilja leyfa veggjakroti að standa þó að það hafi verið gert í leyfisleysi, á meðan öðrum finnst að það eigi að mála strax yfir það eða jafn- vel kæra málarana fyrir að krota í leyfisleysi. Víða má sjá veggjamyndir sem málaðar eru með úða- brúsamálningu, manst þú eftir einhverju slíku sem þú hefur séð? Veggjalist eða veggjakrot?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=