Flökkuskinna

65 4. kafli – Staldraðu við … 1. Ræðið þau áhrif sem myndin hefur á ykkur. Hvers vegna ætli barnið sé að gráta? 2. Skrifaðu vini eða vinkonu þinni tölvupóst þar sem þú segir frá greininni hér fyrir ofan og efni hennar í stuttu máli. 3. Skrifaðu sögu um barnið á myndinni. Hér eru spurningar sem þú getur haft í huga: • Hvað er barnið gamalt? • Hvar býr barnið? • Hvernig fjölskyldu á barnið? • Hvers vegna er barnið að gráta? • Hver huggar barnið? • Hvað gerist næst? Listir eru afar fjölbreyttar, nefna má bókmenntir, sviðslistir (dans, leiklist), myndlist og tónlist. Í kvikmyndalist má segja að sjónrænar og hljóðrænar listir renni saman. Í einni og sömu bíómyndinni má gjarnan heyra tónlist, sjá dans, myndlist, leiklist og undir liggur skáldskaparlistin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=