Flökkuskinna

63 4. kafli – Við amma andvörpuðum í kór. Hvernig er hægt að vera svona gleyminn? Samtalið fimm mínútum áður hafði gjörsamlega þurrkast út úr kollinum á honum! – Við vorum að segja … byrjaði ég mæðulega, en þá greip Benni bróðir fram í fyrir mér: – Já, afi minn, hún er víst hætt að leika. Hann rétti stuttan handlegginn yfir kjöltu mína og klappaði afa á hrukkótta höndina. – Allavega í bili, bætti hann við og brosti til afa, sem kinkaði sínum þokukennda kolli sáttur við svarið. Einhverra hluta vegna fannst mér allt í einu að þessi átta ára strákhvolpur væri talsvert betur gefinn en ég. Sögur eru sagðar út frá mismunandi sjónarhorni . Stundum sér sögumaður inn í huga allra persóna í sögunni, veit hvað allir segja, hugsa og gera. Þá er sagt að hann sé alvitur. Í öðrum sögum veit höfundur bara hvað ein persóna hugsar og fylgir henni í gegnum söguna. Þá er talað um 1. persónu frásögn eða ég frásögn. Staldraðu við … 1. Hver segir söguna? 2. Hvað í textanum gefur til kynna að Magga Stína skammist sín fyrir afa sinn? 3. Hvað finnst ykkur um viðbrögð Möggu Stínu gagnvart afa sínum? 4. Ef þið væruð í hennar sporum, hvernig myndi ykkur líða? 5. Nefnið leiksýningu sem þið munið sérlega vel eftir. Hvers vegna er hún ykkur minnisstæð? 6. Hvaða bíómyndir sem þú hefur séð hafa fengið Óskarsverðlaun? 7. Aflaðu þér upplýsinga um fólk sem hefur fengið Nóbelsverðlaun og fyrir hvað verðlaunin voru veitt. Af hverju fannst Möggu Stínu litli bróðir sinn vera klárari en hún sjálf?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=