Flökkuskinna

61 4. kafli – eða dauður sá ég mér til mikils léttis að hann var kominn með sjónvarpssvipinn – þennan rólega sælusvip sem hann situr með þegjandi kvöld eftir kvöld heima í stofu á meðan framhalds- myndaflokkarnir streyma inn um annað augað og út um hitt. Þá byrjaði smám saman að rakna úr taugahnútunum í skrokkn- um og ég fór að sjá það sem var að gerast á sviðinu. Leikritið var fjörugt og fyndið og við hlógum eins og okkur væri borgað fyrir það. Sem aðstandandi leikara lít ég náttúrlega á það sem skyldu mína að hlæja sérstaklega mikið á gamanleikrit- um, af því að ég veit hvað það er gott fyrir þá sem eru að rembast við að vera fyndnir uppi á sviði þegar áhorfendur skemmta sér. Það var mjög auðvelt í þetta sinn og ég er strax búin að ákveða að sjá þessa sýningu að minnsta kosti tíu sinnum. Mér fannst mamma langbest eins og venjulega en hinir leikar- arnir voru líka ágætir. Og ég var rosalega fegin að mamma skyldi ekki þurfa að standa í neinu kossaflensi í þessu leikriti. Síðustu tvö leikritin sem hún lék í voru full af keleríissenum og í öðru þeirra var hún meira að segja ber að ofan í einu atriðinu. Ég verð nú að viðurkenna að ég fór dálítið hjá mér að sjá hana á brjóstunum fyrir framan fullan sal af glápandi fólki. En þegar foreldrar manns hafa atvinnu af því að lifa annarra manna lífi verður maður að láta sig hafa ýmislegt. Meðan ég var yngri fannst mér erfiðast að horfa á mömmu leika óhamingjusamar konur. Ef hún grét eða einhver var and- styggilegur við hana á sviðinu vorkenndi ég henni svo hræði- lega. Einu sinni lék hún konu sem var barin í klessu af mann- inum sínum og í marga mánuði á eftir gat ég varla horft framan í leikarann sem lék karlinn. En núna eru það ástarhlutverkin sem fara í taugarnar á mér. Það er eitthvað svo hallærislegt að horfa á mömmu sína kyssa ókunnuga karlmenn, jafnvel þótt það sé bara í þykjustunni. Ég skil ekki hvernig pabbi þolir það, Hvernig hlutverk fannst Möggu Stínu erfitt að horfa á mömmu sína leika?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=