Flökkuskinna

60 – Afsakaðu, Benni minn, ég heyri ekki vel hvað þú segir, hrópaði afi. – Það er eitthvað í ólagi, heyrnartækið mitt. – Ólagi! Bölvuð vitleysa er þetta í manninum. Það þarf bara að hækka í tækinu, baulaði amma örg og fór að fikta eitthvað við magnarakerfið á eyrunum á afa. Fólk út um allan sal var farið að skima forvitið í áttina til okkar. Á næstu bekkjum var flissað. Ég sneri mér undan og starði örvæntingaraugum á Völu og Benna, en þau virtust ekki gera sér neina grein fyrir því hvaða hörmungar voru hér yfir- vofandi því þau hristust af hlátri eins og bjánar. Ég sá að ef ég ætlaði að komast hjá taugaáfalli yrði ég ein- faldlega að forða mér eins og fætur toguðu, en um leið og þessi hugsun flaug um huga mér fóru ljósin að dofna. Skrattans. Nú var of seint að flýja. Ekki gat ég farið að ryðjast í myrkrinu af miðjum bekk yfir tærnar á tuttugu manns. – Er þetta betra? æpti amma upp í eyrað á afa svo undir tók í dimmum salnum. Afi hoppaði eins og skopparabolti í sætinu. Amma hafði greinilega stillt græjurnar í botn. – Usssss, hvæsti ég út um annað munnvikið eins kurteislega og ég gat. – Uss, Stína mín, sagði afi við ömmu og lagði fingur á munn. – Myndin er að byrja. Það tísti í Benna bróður og ég rak olnbogann af öllu afli í öxlina á honum. Nóg voru helvítis lætin þó að hann færi ekki að bæta gráu ofan á svart. Ljósin komu upp á sviðinu og leikritið byrjaði. Fyrsta atriðið fór gjörsamlega framhjá mér því ég var alltaf að bíða eftir því að afi byrjaði að gala. Hjartað barðist eins og frumskógartrumba í brjósti mínu og hornsíli hefðu getað fengið sér góðan sundsprett í svitapollunum í lófum mér. En tíminn leið án þess að nokkuð heyrðist í afa. Þegar ég kíkti á hann til að gá hvort hann væri annaðhvort sofnaður Hvers vegna líður Möggu Stínu svona illa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=