Flökkuskinna

58 4. kafli … En þótt dagurinn væri frekar ömurlegur var kvöldið frábært. Það var forsýning í leikhúsinu hjá mömmu og eins og venju- lega bauð hún okkur Benna og Völu. Ég er algjör leikhúsrotta. Frá því ég var pínulítil hef ég helst viljað búa í leikhúsinu. Um leið og ég kem þar inn fyrir dyr finnst mér ég vera komin í aðra veröld – galdraveröld fulla af ævintýrum og spennu. Ég ætla sko örugglega að verða leikari þegar ég er orðin stór og helst fyrr. Ég er alltaf að vonast til þess að einhver leikstjóri komi auga á mig þegar ég er baksviðs hjá mömmu og hrópi upp yfir sig: „Heyrðu Dísa, mig vantar einmitt svona stelpu eins og þína. Get ég fengið hana lánaða í næsta verk?“ Það þyrfti ekki að vera aðalhlutverk – ég myndi alveg sætta mig við að fá bara að labba yfir sviðið einu sinni eða tvisvar, svona til að byrja með. Ég væri jafnvel til í að leika lík … En enginn leikstjóri hefur uppgötvað mig ennþá. Kannski hafa þeir ekki smekk fyrir gleraugna- glámum. Það munaði reyndar ansi litlu að kvöldið færi algjörlega í vaskinn. Ástæðan var þessi: Mamma fékk þá hörmulegu hug- mynd að bjóða afa og ömmu líka á sýninguna. Þau vildu endi- lega að við sætum öll saman, sem hefði auðvitað ekki verið neitt mál nema vegna þess að Benni afi er bæði hálfheyrnarlaus og rosalega kalkaður. Brátt kom líka í ljós að hann var ekki alveg með á nótunum, því rétt áður en sýningin hófst æpti hann hástöfum til ömmu sem sat í sirka tólf sentimetra fjarlægð frá honum: – Heldurðu að þetta sé ekki ljómandi góð mynd, Stína mín? – Ha? sagði amma – Hvaða mynd? Hvað veistu núna um Möggu Stínu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=