Flökkuskinna

Kæru lesendur Stundum er lestri líkt við ferðalag. Þó að lesendur sitji grafkyrrir og hreyfist ekki úr stað þá ferðast þeir í huganum. Nú eruð þið um það bil að leggja af stað í slíkt lestrarferðalag og eigið vonandi eftir að upplifa margt óvænt og skemmtilegt. Textarnir í þessari bók koma úr ýmsum áttum. Sumir eru skrifaðir á íslensku en aðrir þýddir úr erlendum málum. Þeir eru samdir af rithöfundum, ljóðskáldum, blaðamönnum og fræði- mönnum. Í bókinni má finna kafla úr skáldsögum, ljóð, örsögur, fræðitexta og ýmislegt annað; allt er þetta efni sem við teljum að krökkum geti þótt áhugavert og skemmtilegt og bjóði upp á endalausar vangaveltur um lífið og tilveruna. Sögurnar og ljóðin gerast um víða veröld, í ímynduðum heimum og á raunverulegum stöðum. Fjallað er um atburði sem eiga sér stað í nútíð jafnt sem fortíð og bæði núlifandi fólk og löngu látið kemur við sögu. Alls konar skepnur eru líka á kreiki í bókinni, allt frá húsdýrum til furðudýra sem eiga sér eingöngu líf í hugskoti okkar. Verkefnin eru margs konar og úrvinnsla þeirra fjölbreytt þar sem reynir á ólíka hæfni. Þið fáið tækifæri til að vinna sjálfstætt eða saman og spreytið ykkur á að skrifa, skapa, leika, leita upp- lýsinga, miðla og segja frá. Við vonum að bókin veki forvitni og verði ykkur hvatning til frekari lestrar, íhugunar og virkrar sköpunar með tungumálið sem verkfæri. Góða skemmtun! Edda Pétursdóttir og Þórdís Gísladóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=