Flökkuskinna

57 4. kafli – Listalíf Hvað finnst þér vera list og hvað finnst þér ekki vera list? Með list- sköpun getum við komið á framfæri ákveðnum boðskap og við- horfum, tjáð skoðanir okkar, veitt tilfinningum útrás og sýnt gleði og sorg. Í þessum kafla skoðum við ólík listform og veltum fyrir okkur áhrifamætti listarinnar, hvort hún eigi alltaf rétt á sér og hvað okkur finnst um mismunandi listaverk. Við fræðumst m.a. um Louisu Matthíasdóttur, veggjalist, listamanninn með barnshjartað, þekktar myndir af grátandi börnum, umdeilda pissuskál og margt fleira. En við hefjum lesturinn á kafla úr skáldsögunni Peð á plánetunni jörð sem segir frá vandræðalegri leikhúsferð. Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur fjallar um Möggu Stínu, sem er 14 ára, fjölskyldu hennar, vini og skóla- félaga. Hún er ekki sérlega ánægð í skólanum en hún á í góðu sambandi við fjölskylduna, foreldra sína og 8 ára bróður. Magga Stína er stundum dómhörð en hún sér líka oft spaugilegu hliðarnar á tilverunni og getur verið fyndin og skemmtileg. Í kaflanum sem kemur hér á eftir er Magga Stína í leikhúsinu ásamt fjölskyldu sinni. 4. KAFLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=