Flökkuskinna

55 3. kafli – Kvöld á Patró Hafþokuna leggur inn birkið í hlíðinni verður eins og hulduskógar, draumsóleyjar lýsa. Hundarnir eru sofnaðir en kettirnir vilja ekki væta loppurnar á náttfallinu. Þeir sitja á mottunum með íhugunarsvip. Bærinn er hljóður eins og allir séu farnir á stefnumót. Þvottur nágrannans er lóðréttur í logninu og nóttin býr sig undir að segja sögur. Steinunn Eyjólfsdóttir Þú ert nóttin og segir sögur næturinnar. Skrifaðu stuttan texta um það sem þú sérð. Hafðu myndmálið í huga. Staldraðu við … Ein tegund myndmáls kallast persónugerving . Það er þegar ýmis hugtök (gleði, reiði, hamingja) eða fyrirbæri í náttúrunni (sólin, vindurinn, trén í skóginum) fá persónulega eiginleika eins og þau séu lifandi. Nóttin í ljóðinu fær mannlega eiginleika, getur talað og sagt sögur. Hvernig sögur ætli hún segi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=