Flökkuskinna

54 Nú skellum við okkur í stutt ljóðaferðalag um Ísland. Í titlum ljóðanna sem koma hér á eftir eru örnefni sem öll er að finna hér á landi. Finndu staðina á landakorti. Þú getur notað Kortabókina og flett upp í nafnaskránni aftast til að auð- velda þér leitina Ingólfsfjall Björgin konfektmolar sem hafa oltið niður hlíðina og þig hefur lengi langað að smakka mosinn marsipan en lakkrísinn að venju grjótharður. Sigurbjörg Þrastardóttir 1. Í þessu ljóði er upplagt að skoða myndmálið. Björgin eru konfektmolar. Sjáið þið myndina fyrir ykkur, af kon- fektmolum sem liggja í hlíðum fjallsins? 2. Hvað gæti lakkrísinn verið? Finndu fleiri dæmi um líkingar í ljóðinu. 3. Skrifaðu niður nokkrar líkingar og e.t.v. getur þú notað þær til að setja saman ljóð. Staldraðu við … Þegar skáld búa til mynd úr orðum þá heitir það myndmál . Ein tegund myndmáls kallast líking . Þá er einhverju líkt við annað eins og gert er í ljóðinu hér fyrir ofan þar sem björgunum er líkt við konfektmola.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=