Flökkuskinna
53 3. kafli – Mat vindhraða eftir Beaufort-kvarða Stig Heiti m/s Áhrif á landi 0 Logn 0,0–0,2 Logn, reyk leggur beint upp. 1 Andvari 0,3–1,5 Vindstefnu má sjá af reyk, flögg hreyfast ekki. 2 Kul 1,6–3,3 Vindblær finnst á andliti, skrjáfar í laufi, lítil flögg bærast. 3 Gola 3,4–5,4 Breiðir úr léttum flöggum, lauf og smágreinar titra. 4 Stinningsgola 5,5–7,9 Laust ryk og pappírssneplar taka að fjúka, litlar trjágreinar bærast. Lausamjöll byrjar að hreyfast. 5 Kaldi 8,0–10,7 Lítil lauftré taka að sveigjast. Freyðandi bárur á stöðuvötnum. Lausamjöll hreyfist. 6 Stinningskaldi 10,8–13,8 Stórar greinar svigna. Hvín í línum. Erfitt að nota regnhlífar. Skafrenningur viðvarandi. 7 Allhvass vindur 13,9–17,1 Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga á móti vindi. Skyggni slæmt í snjókomu. 8 Hvassviðri 17,2–20,7 Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vindinum. Menn baksa á móti vindi. Skyggni í snjókomu verður lítið sem ekkert. 9 Stormur 20,8–24,4 Lítilsháttar skemmdir á mannvirkjum. Varla hægt að ráða sér á bersvæði. Glórulaus bylur ef snjóar. 10 Rok 24,5–28,4 Fremur sjaldgæft í innsveitum. Tré rifna upp með rótum, talsverðar skemmdir á mannvirkjum. 11 Ofsaveður 28,5–32,6 Miklar skemmdir á mannvirkjum. Útivera á bersvæði hættuleg. Rýfur hjarn, lyftir möl og grjóti. 12 Fárviðri >= 32,7 Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. 1. Vindarnir í ljóðinu bera ýmis nöfn. Veldu a.m.k. tíu orð um vind sem notuð eru í ljóðinu og raðaðu þeim, eins og þú skynjar þau, eftir styrkleika. Frá þeim minnsta til þess mesta. 2. Berið listana ykkar saman. 3. Hvaða fleiri orð þekkið þið sem lýsa veðri? Gerið sameiginlegt veggspjald með orðum sem tengjast veðri. Á spjaldið getið þið líka skrifað algengar setningar, orðtök og málshætti sem Staldraðu við … tengjast veðri. Síðar getið þið notað orð og setningar af veggspjaldinu í sögur eða ljóð. 4. Hvernig er veðrið í dag? Hvernig er spáin fyrir morgundaginn? Hlustaðu eða horfðu á veðurfréttir í fjölmiðlum. Skrifaðu stutta lýsingu. 5. Skrifaðu þína eigin veðurlýsingu fyrir daginn í dag og spá fyrir morgun- daginn. Hún þarf ekki að vera sönn en hafðu hana raunverulega.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=