Flökkuskinna

51 3. kafli – 1. Veldu sex til átta af orðum Jónasar á bls. 49. Taktu þau í sundur og raðaðu þeim saman aftur þannig að út komi ný orð. Semdu svo stutta útskýringu á því hvað orðið gæti þýtt. 2. Ímyndaðu þér að þú sért fréttamaður og eigir að lýsa í beinni útsendingu halastjörnu sem beðið hefur verið eftir og nú sé stundin runnin upp. Þú hefur lesið um halastjörnur sem komið hafa inn í himinhvolfið. Þú veist því ýmislegt og getur undirbúið þig með því að skrifa niður punkta og æfa þig. 3. Skrifaðu frétt um halastjörnu eða furðulegt fyrirbæri sem sást á himni. Þú getur leitað upplýsinga á veraldar- vefnum eða skáldað þitt eigið fyrirbæri og aðstæður sem voru þegar til þess sást. Láttu mynd fylgja fréttinni. Hafðu í huga spurnarorðin fimm: Hvað? – Hvar? – Hvers vegna? – Hvernig? – Hvenær? Staldraðu við … Menn héldu jafnvel að þann 19. maí 1910 myndi halastjarnan rekast á jörðina og margir óttuðust að jörðin myndi farast. Sá spádómur olli mörgum skelfingu víða um heim og einnig á Íslandi. Á þessum tíma var verið að leggja lokahönd á Gasstöð- ina við Hlemm en ekki var búið að taka hana í notkun. Sögur segja að þangað hafi nokkur fjöldi fólks á öllum aldri flúið og verið í gasstöðinni þar til halastjarnan var farin framhjá. Þú getur aflað þér upplýsinga um Gasstöðina við Hlemm á netinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=