Flökkuskinna

50 Ísafold hafa borist margar, miklar og ferlegar sögur af hræðslu fólks hér í bænum við hala- stjörnuna. Fólk á að vera lagst í rúmið vegna hræðslu, selja af sér spjarirnar o.s. frv. af því að það býst við heims- enda. Það mun því ekki vanþörf á að brýna það rækilega fyrir öllum, að það eru ekkert annað en verstu bá- biljur, að oss geti stafað nokkur hin minnsta hætta af halastjörnunni. Þeir sem annað segja fara með fjarstæður og vit- leysu. ÍSAFOLD ÍSAFOLD 4. maí 1910 Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1.okt.ogkaupandi skuldlausviðblaðið. Afgreiðsla:Austurstræti8. 28. tölublað Halastjarna Halleys Halastjarna Halleys er þekkt halastjarna sem er kennd við enska stjörnufræðinginn sir Edmond Halley (1656–1742), sem fylgdist með henni árið 1682. Halley skráði tuttugu og fjórar halastjörnur en sú þekktasta er Halley-halastjarnan. Hún gengur á ílangri braut um sólu sem nær út fyrir braut Neptúnusar og inn fyrir braut Venusar með umferðartíma um sjötíu og sex ár. Síðast kom halastjarnan í sólnánd og varð sýnileg með berum augum frá jörðu árið 1986. Halastjörnu Halleys er í fyrsta sinn getið í íslenskum annálum árið 1066. Árið 1301 sást hún vel í Evrópu í september og októ- ber og hún er nefnd í mörgum íslenskum annálum en stjarnan sást vel í nokkrar vikur. Árið 1910 var töluvert ritað í íslensk blöð um halastjörnu Hal- leys og komu hennar. Stjörnufræðingum reiknaðist svo til að jörðin færi í gegnum halann um svipað leyti og stjarnan gengi fyrir sólina. Margir bjuggust við loftsteinahríð, eiturgasi úr hal- anum og jafnvel heimsendi. En ekkert af þessu gerðist og enginn varð var við neitt. Í tímaritinu Ísafold birtist grein um málið:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=