Flökkuskinna

49 3. kafli – Jónas Hallgrímsson ljóðskáld skrifaði í tímaritið Fjölni árið 1835 að von væri á halastjörnu það ár og að Íslendingar myndu sjá hana seint á kvöldin í október. Jónas var líka náttúrufræðingur og mikill þýðandi. Mörg nýyrði sem hann bjó til og tengjast náttúru- fræði og vísindum eru enn notuð: • aðdráttarafl • áttfætla • berjalaut • himingeimur • landafræði • líffæri • ljóshraði • sjónauki • sporbaugur • skjaldbaka • tunglmyrkvi • eldsumbrot • geislabaugur • jarðfræðingur • svarthol • uppsprettulind • vísindastarf • stjörnuspá Annáll er texti þar sem fréttir og viðburðir eru raktir í tímaröð frá ári til árs, degi til dags, eða í tímaröð á annan hátt. Í annál eru staðreyndir en ekki skoðanir eða hugsanir þess sem skrifar. 1. Sameinist um að skrifa annál bekkjarins yfir ákveðið tímabil. 2. Skrifaðu þinn eigin annál yfir eitt ár, einn mánuð eða eina viku. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=