Flökkuskinna

48 1. Eftir að þið hafið lesið söguna skulið þið bæta orðum um eldgos við hugtakakortið ykkar. 2. Vinnið tvö til þrjú saman og skrifið öll orð sem koma upp í hugann þegar þið heyrið orðið á (fljót). Hafið í huga orðin sem notuð eru í kaflanum og líka önnur orð sem þið þekkið. 3. Hvað gerist í leiðangri félaganna upp fjallið á leið til geim- rannsóknastöðvarinnar? Veljið a eða b. a) Skrifið leikþátt og leikið fyrir bekkjarfélaga. b) Skrifið framhald sögunnar. Haldið ævintýralegum stíl frá- sagnarinnar, myndmáli og óvæntum hugmyndum. Skoðið hvaða persónueinkenni félagarnir hafa og látið þá halda þeim í ykkar sögu eða leikriti. • Finna þeir áður ókunnugt dýr á leiðinni? • Hvaða hættur þarf að varast? • Hvað eru þeir lengi á leiðinni? Staldraðu við … „Við borðum lummur,“ sagði Snúður. Og þeir kveiktu eld og steiktu lummur sem þeir borðuðu jafn- óðum um leið og þær voru tilbúnar, enda er langbest að borða lummur á þann hátt. Þegar máltíðinni var lokið völdu þeir hæsta fjallstindinn sem þeir sáu og byrjuðu að fikra sig upp hlíðina hægt og sígandi. Ef verið er að byggja geimrannsóknastöðvar á annað borð hlýtur það að vera gert eins nálægt stjörnunum og hægt er.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=