Flökkuskinna
3 Ræðið saman, veltið fyrir ykkur, segið ykkar skoðun og hlustið á aðra. Skrifið um efnið. Stundum er mikilvægt að rökstyðja skoðun sína. Leyfið hugmyndum ykkar að njóta sín. Þið getið skapað ykkar eigið skáldverk. Gerið ykkar eigin rannsókn á efninu. Finnið ítarlegri upplýsingar t.d. á bókasafninu, á veraldarvefnum eða með því að tala við aðra. Tjáið og túlkið, t.d. með því að setja upp leik- þátt, spunaverk, lesa upp, teikna, syngja eða dansa. Vinnið saman í hóp. Þið þurfið bæði að setja fram ykkar hugmyndir og hlusta á hugmynd- ir hinna í hópnum. Mikilvægt er að hópurinn sé samstíga og þá þarf stundum að miðla málum, þ.e. að gefa eftir sína skoðun ef meirihluti hópsins vill það. Staldraðu við…
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=