Flökkuskinna

3 Ræðið saman, veltið fyrir ykkur, segið ykkar skoðun og hlustið á aðra. Skrifið um efnið. Stundum er mikilvægt að rökstyðja skoðun sína. Leyfið hugmyndum ykkar að njóta sín. Þið getið skapað ykkar eigið skáldverk. Gerið ykkar eigin rannsókn á efninu. Finnið ítarlegri upplýsingar t.d. á bókasafninu, á veraldarvefnum eða með því að tala við aðra. Tjáið og túlkið, t.d. með því að setja upp leik- þátt, spunaverk, lesa upp, teikna, syngja eða dansa. Vinnið saman í hóp. Þið þurfið bæði að setja fram ykkar hugmyndir og hlusta á hugmynd- ir hinna í hópnum. Mikilvægt er að hópurinn sé samstíga og þá þarf stundum að miðla málum, þ.e. að gefa eftir sína skoðun ef meirihluti hópsins vill það. Staldraðu við…

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=