Flökkuskinna

47 3. kafli – í loftinu. „Hvar er þá geimrannsóknastöðin okkar?“ hélt Snabbi áfram. „Ekki veit ég það heldur,“ sagði hemúllinn og það var farið að síga í hann. „En mætti ég spyrja í staðinn – hvað vitið þið um fiðrildi?“ „Við erum að leita að halastjörnum,“ sagði Snabbi. „Eru þær sjaldgæfar?“ spurði hemúllinn áhugasamur. „Ekki laust við það,“ svaraði Snabbi. „Þær sjást einu sinni á öld eða þar um bil.“ „Hvað heyri ég!“ sagði hemúllinn. „Ég þyrfti að ná í eina slíka. Hvernig líta þær út?“ „Þær eru rauðar með langan hala,“ sagði múmínsnáðinn. Hemúllinn náði í minnisbókina sína og skrifaði þetta hjá sér. „Þær hljóta að tilheyra tegundinni Filicnarnus Snusigalonica ,“ tautaði hann. „Ein spurning enn, mínir lærðu vinir, á hverju lifa þessi merkilegu skordýr?“ „Á hemúlum,“ sagði Snabbi og flissaði. Hemúllinn roðnaði. „Það er óviðkunnanlegt að gera gys að vísindunum,“ sagði hann. „Verið þið sælir. Ég bið ykkur að hafa mig afsakaðan.“ Hann safnaði saman öllum krukkunum sínum, tók fiðrilda- háfinn og gekk leiðar sinnar upp í Einmanafjöllin. „Hann hélt að halastjarnan væri skordýr eða bjalla eða eitt- hvað þvíumlíkt,“ hrópaði Snabbi og skellihló. „Sá er vitlaus! Þetta var dýrlegt! Jæja, nú langar mig í kaffi.“ „Kaffikannan varð eftir á flekanum,“ sagði Snúður. Múmínsnáðinn var mjög sólginn í kaffi svo að hann hentist að sprungunni og leit ofan í hana. „Flekinn er horfinn!“ æpti hann. „Kaffikannan er komin niður í iður jarðar! Hvernig eigum við að fara að ef við fáum ekkert kaffi?“ Af hverju kvaddi hemúllinn skyndilega?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=