Flökkuskinna
46 „Hvers konar óhljóð eru þetta?“ (Hemúllinn var ekki gefinn fyrir tónlist.) Á endanum tók hann stækkunarglerið sitt og fór að leita í grasinu. Hann snuðraði og þefaði, hlustaði og gáði þangað til hann kom að djúpri jarðsprungu. Þaðan bárust þessi hörmu- legu óhljóð. „Þetta hljóta að vera mjög sjaldgæf skordýr,“ tautaði hemúll- inn. „Já, vafalaust sjaldgæf og ef til vill óuppgötvuð.“ Hann tókst allur á loft við tilhugsunina og hann tróð stóra trýninu sínu niður í sprunguna til að sjá betur. „Nei, lítið þið á! Það er hemúll!“ æpti múmínsnáðinn. „Hjálp! Bjargaðu okkur!“ volaði Snabbi. „Þau eru viti sínu fjær,“ muldraði hemúllinn og stakk háfnum sínum niður í sprunguna. Hann var blýþungur þegar hemúllinn tosaði honum upp aftur. Það kostaði mikið erfiði að ná honum alla leið. Hemúllinn gáði eftirvæntingarfullur hvað hann hefði veitt. „Skrítið atarna ,“ rumdi hann um leið og hann hristi múm- ínsnáðann, Snúð, Snabba, tjald og tvo bakpoka í háfnum. „Innilegar hjartans þakkir,“ sagði múmínsnáðinn. „Þú bjarg- aðir okkur á elleftu stundu.“ „Bjargaði ég ykkur?“ sagði hemúllinn ringlaður. „Það var alls ekki ætlun mín. Ég var að gá að sjaldgæfum skordýrum sem gáfu frá sér óhljóð þarna neðan að.“ (Hemúlar eru dálítið skiln- ingsdaufir en bestu náungar ef þeir eru ekki reittir til reiði.) „Eru þetta Einmanafjöllin?“ spurði Snabbi. „Það veit ég ekki,“ ansaði hemúllinn. „En hér eru stórmerkileg fiðrildi, mölflugur og skordýr.“ „Já, þetta eru Einmanafjöllin,“ sagði Snúður. Þeir voru umkringdir voldugum fjallstindum hvert sem litið var, óendanlega gráum og eyðilegum. Þögnin var djúp og kul Af hverju var hemúllinn svona ringlaður þegar hann sá hvað var í háfnum? atarna: þetta (þarna)
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=