Flökkuskinna

45 3. kafli – olíulampanum og leit niður í vatnið. „Það er siglutréð,“ sagði hann. „Það hefur lagst þversum yfir strauminn og við festst við það. Hugsið ykkur bara frá hverju við höfum bjargast!“ Þeir horfðu allir í sömu átt. Svart vatnið rann framhjá þeim og streymdi áfram spölkorn þangað til það hvarf með óhugnan- legu gjálfri ofan í botnlausa holu! „Ég er búinn að fá meira en nóg af ykkur og ferðalaginu ykkar og halastjörnunum og öllu saman yfirleitt,“ emjaði Snabbi og fór að gráta. „Ég sagði að þetta væri áhætta! Ég sagðist vilja fara í land! Ég sem er svo lítill …“ „Heyrðu nú,“ sagði Snúður. „Veistu ekki að í ævintýrunum bjargast maður alltaf undir lokin? Líttu upp fyrir þig.“ Snabbi snýtti sér með loppunni og leit upp. Hann sá lóðrétta sprungu í klettaveggnum og hátt fyrir ofan hana rönd af gráum himni. „Það var þá líka!“ sagði hann. „Ég er engin fluga. Og jafnvel þótt ég væri fluga myndi það ekki gagnast mér neitt því að ég hef verið svo svimagjarn síðan ég var lítill og fékk eyrnabólgu.“ Og hann byrjaði aftur að gráta. Þá dró Snúður munnhörpuna upp úr vasa sínum og fór að spila. Hann spilaði sönginn um ævintýri sem eru ekki bara stór- kostleg, heldur alveg yfirgengileg á allan hátt og viðlagið var um björgun úr lífsháska og óvænt málalok. Smátt og smátt sefaðist Snabbi og þurrkaði á sér kampana . En sönglagið sveif upp eftir sprungunni í klettaveggnum, vakti margfalt bergmál og tókst loks að vekja hemúl nokkurn sem sat steinsofandi með fiðrilda- háfinn sinn við hliðina á sér. „Hvað er nú á seyði?“ sagði hemúllinn og leit í kringum sig. Hann horfði upp í himininn og niður í háfinn og svo skrúfaði hann lokið af skordýrakrukkunni sinni og gáði líka ofan í hana. gjálfur: skvamp, sjávarniður kampar : veiðihár

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=