Flökkuskinna

43 3. kafli – Einmanafjöllin. Flekinn barst á ofsahraða að háum fossi sem steyptist ofan í djúpt gil og himinninn var orðinn að rönd milli klettaveggjanna. Innan úr fjallinu heyrðust ógnvæn- legar drunur. Múmínsnáðinn leit á Snúð til að sjá hvort hann væri ekki skelfdur. En Snúður var enn með pípuna í munninum þótt slokknað hefði í henni. Svartir og blautir þutu hamravegg- irnir framhjá þeim, drunurnar urðu æ þyngri, flekinn hopp- aði og skoppaði og tókst á loft … „Haldið ykkur fast – við erum að fara niður fossinn!“ hrópaði Snúður. Næstu augnablikin frussaðist hvítt vatnslöðrið yfir þá og árniðurinn var svo drynjandi að enginn heyrði þegar Snabbi æpti og skrækti af hræðslu. Flekinn reisti sig á rönd en honum hvolfdi þó ekki í fossinum. Svo sigldi hann áfram inn í niðamyrkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=