Flökkuskinna

42 „Já, vitanlega,“ sagði Snúður. „Og þú minnist ekki á þetta fyrr en núna!“ hrópaði múmínsn- áðinn. „Þá er okkur öllum borgið. Þegar halastjarnan kemur þurfum við ekki annað en …“ „En ég á ekki eftir nema nokkra dropa,“ útskýrði Snúður hryggur í bragði. „Þið skiljið að ég hef þurft á henni að halda til að bjarga hlutum úr brennandi húsum o.s.frv. Ég vissi nefnilega ekki … Nei, það eru eftir fáeinir dropar.“ „Heldurðu að þeir myndu nægja til að bera á lítið dýr – við skulum segja af minni stærð?“ spurði Snabbi. Snúður virti hann fyrir sér. „Ef til vill,“ sagði hann. „En varla rófuna. Hún yrði að mæta afgangi.“ „Kemur ekki til mála,“ sagði Snabbi. „Þá vil ég heldur að allt fuðri upp. En myndirðu þá eiga nóg handa litlum kettlingi?“ Snúður var hættur að leggja við hlustirnar. Hann sat þráð- beinn og hnusaði órólega út í loftið. „Áin,“ sagði hann. „Takið þið ekki eftir neinni breytingu?“ „Já, það er annað hljóð í henni núna,“ sagði múmínsnáðinn. Það var rétt. Áin ólgaði og þeyttist áfram. Iðusveipirnir voru ekki lengur litlir og hættulausir heldur var þetta orðið að einni allsherjar hringiðu. „Fellið seglið,“ skipaði Snúður. Straumurinn var orðinn mjög þungur. Áin æddi áfram eins og hún hefði verið á langferð og sæi nú loksins aftur heimkynni sín. Strendurnar færðust nær og nær og klettarnir gnæfðu yfir beggja vegna, hærri og brattari en nokkru sinni fyrr. „Ég vil fara í land,“ sagði Snabbi. „Við getum það ekki,“ svaraði Snúður. „Við verðum að halda áfram þangað til við komum að lygnari kafla.“ En það var nú ekki aldeilis að straumurinn hægði á sér. Þvert á móti. Strendurnar komu enn nær og þrengdu freyðandi vatns- flaumnum inn í mjóa skoru. Þeir voru komnir inn í Hvers vegna vildi Snabbi fara í land? Hvaða töframátt hefur neðanjarðar- sólarolían?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=