Flökkuskinna

37 2. kafli – 1 . a) Hver er munurinn á landfræðingi og landkönnuði? b) Haldið þið að líf sé á öðrum hnöttum? c) Hvernig líf haldið þið að það sé? 2. Landfræðingurinn ráðleggur litla prinsinum að heimsækja næst hnöttinn Jörð og segir að Jörðin hafi gott orð á sér. • Vinnið tvö og tvö saman. • Undirbúið samtal landfræðingsins og litla prinsins um heimsókn til Jarðarinnar. • Leikið samtalið fyrir hópinn. • Þið fáið 10–15 mínútur í undirbúning og 3 mínútur til að leika samtalið. • Sá sem leikur litla prinsinn reynir að þéra landfræðinginn. 3. Litli prinsinn hugsar oft heim til kulnaða eldfjallsins og blómsins síns. a) Ræðið saman um það hvort þið hafið fengið heimþrá og hvenær það var? b) Segið frá því og reynið að lýsa tilfinningu ykkar. c) Skrifaðu um reynslu þína þegar þú fékkst heimþrá. Hvar varstu, hvað varstu lengi að heiman, hvers saknaðirðu og hvers vegna? d) Ef þú hefur aldrei fengið heimþrá, skrifaðu þá hugleiðingu um hvers þú myndir sakna og hvers vegna, ef þú værir lengi í burtu að heiman. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=