Flökkuskinna

36 aldrei á ævinni hafði hætt við spurningu sem hann hafði einu sinni borið fram. – Það táknar „sem á brátt að hverfa“. – Mun blómið mitt þá brátt hverfa? – Vitanlega. – Blómið mitt er skammætt, hugsaði litli prinsinn, og það hefir aðeins fjóra þyrna til þess að verja sig fyrir heiminum! Og ég hefi skilið það eftir einsamalt heima! Þetta var í fyrsta sinn sem hann sá eftir því sem hann hafði gert. En hann herti upp hugann: – Hvaða stað ráðleggið þér mér að heimsækja næst? spurði hann. – Hnöttinn Jörð, svaraði landfræðingurinn. Hann hefir á sér gott orð … Og litli prinsinn hvarf á braut og hugsaði um blómið sitt. Áður fyrr notaði fólk þéringar þegar það ávarpaði einhvern sem það þekkti lítið, yfirmann sinn eða einhvern sem var því eldri. Dæmi: Tungumál heimsins eru ótalmörg og ólík og eru þéringar notaðar í sumum tungumálum. Vilduð þér vera svo vænar að hjálpa mér? Má ég tala við yður? Viltu vera svo væn að hjálpa mér? Má ég tala við þig? Viljið þér gjöra svo vel og koma? Já, þakka yður fyrir, ég skal koma strax með yður. Hvers vegna skráir landfræðingurinn ekki niður blóm?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=